Blog

Umhverfismatsskýrsla Storm 1

Stormorka ehf. áformar að reisa 118,8 MW vindorkuver á 415 ha svæði í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Gert er ráð fyrir að reisa 18 vindmyllur á framkvæmdasvæðinu og að afl hverrar verði 6,6 MW. Hæð vindmyllanna verður að hámarki 167,5 m miðað við spaða í hæstu stöðu með 90 m turnhæð og spaðalengd 77,5 m. Að hverri vindmyllu verður lagður vegur og við hverja vindmyllu þarf steypta undirstöðu (allt að 16-30 m í þvermál), kranaplan og geymslusvæði. Vindmyllur verða tengdar við safnstöð raforku með 33 kV jarðstrengjum. Á þessu stigi er frekar reiknað með að frá safnstöð muni koma um 35 metra langur, 132 kV loftlínustrengur sem tengist inná Glerárskógalínu sem gengur í gegnum framkvæmdasvæðið frekar en að lagður verði um 5 km jarðstrengur að Glerárskógatengivirki. Framkvæmdin krefst 12,5 km vegagerðar innan framkvæmdasvæðis og styrkinga á Hjarðarholtsvegi auk þess sem gert er ráð fyrir að skipta þurfi út einni brú á leiðinni frá löndunarstað til framkvæmdasvæðis. Vindmylluíhlutum verður landað á Grundartangahöfn og vindmyllurnar fluttar í pörtum á framkvæmdasvæðið með sérstökum flutningabílum. Gert er ráð fyrir að flutningur íhluta frá Grundartanga taki 9 vikur miðað við að fara þurfi 54 ferðir með fjóra flutningabíla í lest og hver ferð taki 8 klst. Samsetning vindmylla fer fram á staðnum. Áætlað er að bygging vindorkugarðsins taki um 2 ár og er m.a. gert ráð fyrir steypistöð og vinnubúðum á framkvæmdasvæðinu. Áætluð heildarefnisþörf er um 200.000 m³ og er gert ráð fyrir að efni verði fengið úr tveimur nýjum námum innan framkvæmdasvæðisins. Frekari upplýsingar um framkvæmdina og mat Stormorku á umhverfisáhrifum hennar má finna í umhverfismatsskýrslu fyrirtækisins, sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2025/916

Vakin er athygli á að Stormorka ehf. stendur fyrir kynningarfundi á umhverfismatsskýrslu þann 21. ágúst 2025 kl. 20:00 í Dalabúð. Allir sem vilja kynna sér fyrirhugaða framkvæmd eru velkomnir.

Mælingamöstrin komin

Flutningabílar með tveimur 40 feta gámum renndu í hlað hér að Hróðnýjarstöðum mánudaginn 13. maí. Gámarnir innihalda tvö mælingamöstur sem reist verða á næstu vikum. Tilgangur og verkefni mælingamastranna er að sannreyna og staðfesta upplýsingar sem Storm Orka hefur aflað varðandi vindstyrk, vindgæði o.þ.h. Áætlað er að mælingamöstrin safni upplýsingum í að minnsta kosti eitt ár, jafnvel tvö.

Fyrri gámurinn kominn í hlað.
Starfsmenn Measwind byrjaðir að tæma gáminn.

Íbúafundur í Búðardal

Á íbúafundi í Búðardal 31. janúar síðastliðinn héldu stjórnendur Storm orku kynningu á fyrirhuguðu vindorkuverkefni sem er til skoðunar.

Íbúafundurinn var mjög vel sóttur og höfðu ýmsir á orði að aldrei hafi annar eins fjöldi sótt íbúafund þar áður.

Storm orku menn voru mjög ánægðir með að fá tækifæri til að kynna verkefnið fyrir svo mörgum sveitungum sínum.

 

20180131_212928

Blog at WordPress.com.

Up ↑