Blog

Mælingamöstrin komin

Flutningabílar með tveimur 40 feta gámum renndu í hlað hér að Hróðnýjarstöðum mánudaginn 13. maí. Gámarnir innihalda tvö mælingamöstur sem reist verða á næstu vikum. Tilgangur og verkefni mælingamastranna er að sannreyna og staðfesta upplýsingar sem Storm Orka hefur aflað varðandi vindstyrk, vindgæði o.þ.h. Áætlað er að mælingamöstrin safni upplýsingum í að minnsta kosti eitt ár, jafnvel tvö.

Fyrri gámurinn kominn í hlað.
Starfsmenn Measwind byrjaðir að tæma gáminn.

Íbúafundur í Búðardal

Á íbúafundi í Búðardal 31. janúar síðastliðinn héldu stjórnendur Storm orku kynningu á fyrirhuguðu vindorkuverkefni sem er til skoðunar.

Íbúafundurinn var mjög vel sóttur og höfðu ýmsir á orði að aldrei hafi annar eins fjöldi sótt íbúafund þar áður.

Storm orku menn voru mjög ánægðir með að fá tækifæri til að kynna verkefnið fyrir svo mörgum sveitungum sínum.

 

20180131_212928

Blog at WordPress.com.

Up ↑