Flutningabílar með tveimur 40 feta gámum renndu í hlað hér að Hróðnýjarstöðum mánudaginn 13. maí. Gámarnir innihalda tvö mælingamöstur sem reist verða á næstu vikum. Tilgangur og verkefni mælingamastranna er að sannreyna og staðfesta upplýsingar sem Storm Orka hefur aflað varðandi vindstyrk, vindgæði o.þ.h. Áætlað er að mælingamöstrin safni upplýsingum í að minnsta kosti eitt ár, jafnvel tvö.

