23.4.2019
80-130 MW vindorkugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð
Storm Orka undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 3.02 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum.
Haustið 2018 lagði Storm Orka fram “Drög að tillögu að matsáætlun” (hægt er að nálgast drögin hér að neðan). Athugasemdir voru gerðar og hefur skjalið nú verið uppfært og sent að nýju til Skipulagsstofnunar. Skjalið ber nú heitið “Tillaga að matsáætlun”. Hægt er að nálgast uppfært skjal hér
201811038-Vindorka-Hrodnyjarstodum