Storm 1 vindorkuverkefnið

Storm orka ehf er að vinna að þróun 80-264 MW, 450-1500 GWst, vindorkugarði í landi sauðfjárbúsins Hróðnýjarstaða í Dalabyggð, sem staðsett er um 9 km norð-austur af Búðardal.

Vinnuheiti verkefnisins er Storm 1.

Staðarval miðast við nokkra þætti m.a. vindorku, aðal- og deiliskipulag svæðisins, takmarkanir s.s. vegna landstærðar, flutningsgetu háspennulína, vatnsverndar og annarra atriða sem taka þarf tillit til þegar staðsetning slíks verkefnis er valin.

Stærð verkefnisins tekur einnig mið af nokkrum atriðum s.s. landstærð, flutningsgetu háspennulínu, vindorku og þörf markaðarins fyrir raforku.

Stjórnendur fyrirtækisins hafa fundað með all mörgum aðilum sem hafa með málið að gera.

Opinn fundur með íbúum Dalabyggðar var haldinn 31. janúar 2018, þar sem verkefnið og áhrif þess á samfélagið og umhverfið var kynnt.

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: