Nærumhverfi verkefnisins mun njóta þess m.a. með:
- Fasteignagjöldum sem verkefnið greiðir til Dalabyggðar, sem áætlaðar eru um 450 þús. á ári á hverja vindmyllu, (30 M x 1.5%), eða um 13-18 milljónir á ári (28-40 vindmyllur), eða um 260-360 milljónir yfir áætlaðan líftíma verkefnisins (20 ár).
2. Beinum störfum við byggingu og rekstur verkefnisins.
Áætluð fjárfesting í nýjum vegum og undirstöðum er um 1.3 milljarður króna (heimamenn munu njóta forgangs eins og hægt er)
3. Afleiddum störfum og ýmiss konar aðkeyptri þjónustu s.s. gistingu, fæði og sérhæfðri þjónustu s.s. tækniþjónustu.
4. Hugsanlegum vegaumbótum, þar sem það á við.
5. Orkuöryggi svæðisins ef truflun verður á afhendingu frá suðvestur horninu t.d. vegna jarðhræringa.