Tæknilegar upplýsingar

Áætlað er að 130 MW verkefni nýti um það bil 600 hektara lands brúttó en ekki nema um 1.1 hektara nettó fyrir túrbínur og um 25 km af nýjum vegum.

Fyrir liggja upplýsingar í hentugar túrbínur fyrir verkefnið frá framleiðendum.

Áætlað er að hver vindmylla sé um 94 metrar á hæð með um 112 metra vænghafi, samanlögð hæð hverrar vindmyllu er því um 150 metrar. Áætlað afl hverrar vindmyllu er um 3.6 MW.

Fyrirtækið áætlar byggingu 28-40 vindmylla að hámarki.

Vegalengd milli hverrar vindmyllu verður um það bil fimm sinnum radíus vænghafs hverrar vindmyllu, eða um 300 m til hliðanna og 500 m aftan við.

Fyrirtækið áætlar að reisa nýtt tengivirki í landi Hróðnýjarstaða sem tengjast mun við Glerárskógalínu 1 (GL1) á 132 kV.

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: