Árið 2009 samþykkti Evrópusambandið tiltekið lágmarkshlutfall endurnýjanlegrar orku. Hlutfallið er mishátt eftir aðildarríkjum en er samanlagt ætlað að nægja til að ná markmiðinu um 20% hlutfall af heildarorkunotkun sambandsins.
Mælt er fyrir um hlutfall ríkja í tilskipun 2009/28/EB um endurnýjanlega orku. Í tilskipuninni er einnig að finna kröfu um að árið 2020 verði í það minnsta 10% af eldsneytisnotkun í samgöngum innan hvers ríkis úr lífeldsneyti eða öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum.
Niðurstöður sýna að vetnis- og rafbílavæðing skilar mestum árangri í samdrætti á útstreymi gróðurhúsalofttegunda (samgöngur).
Til að draga úr heildarútstreymi frá orkuframleiðslu á Íslandi er vænlegast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og kostur er sem og að fanga og binda koltvísýring frá jarðvarmavirkjunum.
Heimild: Skýrsla Hagfræðistofnunar nr. C17:01 Ísland og loftslagsmál febrúar 2017