Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta og vindorka fara vel saman eins og neðangreindar rannsóknir benda til. Einnig er hægt að benda á íslensk dæmi þar sem orka og ferðaþjónusta fara vel saman t.d. jarðvarmaorkuverið í Svartsengi sem leiddi til Bláa Lónsins og fleiri afleiddra verkefna. Yfir 20 árum seinna er Bláa Lónið einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.

Ferðaþjónusta* – Búrfellslundur

“Bæði íbúar og ferðuþjónustuaðilar** eru almennt jákvæðir í garð vindorku, telja slíkan orkukost samræmast umhverfiskröfum samtímans um græna orku.”

“Ferðaþjónustuaðilar telja ólíklegt að Búrfellslundur muni koma til með að hafa afgerandi áhrif á ferðaleiðir þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem nýta þetta svæði í dag, og benda í því sambandi á að þær virkjunarframkvæmdir sem þegar eru komnar á hálendinu hafi að þeirra mati ekki haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna.”

“Erlendar rannsóknir sýna að með markvissri uppbyggingu afþreyingar og þjónustu fyrir ferðamenn samhliða uppbyggingu vindlunda má hins vegar auka aðdráttarafl virkjanasvæðis fyrir ferðamennsku (Heidberg, o.fl., 2009; Riddington o.fl., 2008)”

*Unnið af Háskóla Íslands fyrir Landsvirkjun

**Íbúar Rangárþings ytra, Ásahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps og ferðaþjónustuaðilar sem nýta svæðið

Heimild: Rannveig Ólafsdóttir, Guðrún Líneik Guðjónsdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir og Þorkell Stefánsson/Háskóli Íslands. 2015. Áhrif vindmylla í Búrfellslundi á ferðaþjónustu og íbúa.

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: