General Electric (GE) hefur sett fram á myndrænan hátt samanburð hljóðstyrks frá vindmyllum og ýmissa algengra rafmagnstækja, sjá mynd.
Samkvæmt þessu uppfylla vindmyllurnar viðmið fyrir hljóðvist á kyrrlátum svæðum í dreifbýli sem á að vera undir 40 dB. Af þessu má sjá að þessum áfanga er náð í 500 metra fjarlægð, sem uppfyllir reglugerð nr. 724.2008 um hávaða frá atvinnustarfsemi sem er í gildi á Íslandi.
Samkvæmt sömu reglugerð eru umhverfismörk fyrir hávaða frá iðnaðar- og athafnasvæðum 70 dB.
Í rannsóknum sem gerðar voru fyrir Búrfellslund kemur fram að hljóð er hvergi yfir 60 dB og um 45-50 dB almennt innan vindlundar.
Heimild: https://burfellslundur.landsvirkjun.is/